Verkefni: Uppsteypa, járnbending og byggingarstjórnun á rofastöð
Staðsetning: Fífilsgata og Hrafnsgata, Barnaspítali Hringsins
Verktími: 2025
Yfirverktaki: Almaverk ehf.
Verkkaupi: NLSH ohf.

Við höfum undirritað verksamning um að reisa rofastöð við Barnaspítala Hringsins. Um er að ræða staðsteypt mannvirki þar sem útveggir verða með láréttri borðklæðningu í sjónsteypu, í samræmi við hönnunarkröfur og gæðastaðla.

Framkvæmdin verður unnin í samræmi við gildandi byggingarreglugerð nr. 112/2012 og ÍST staðla, með áherslu á öryggi, fagmennsku og vandaða verkferla. Verkstaður verður afmarkaður og merktur samkvæmt öryggisreglum, og öll samskipti, skráning og dagbókarhald fylgja verklýsingu verkefnisins.

Helstu áherslur:

  • Öryggisráðstafanir á vinnusvæði, þar á meðal girðingar og merkingar.

  • Vandað verklag við uppsteypu og járnbendingu í samræmi við hönnunargögn.

  • Gæðastýring og eftirlit í samræmi við ÍST staðla og verklýsingu.

Next
Next

Ásbraut 15-17, 200 Kópavogur