UM OKKUR
AF verktakar ehf. – Fagmennska, reynsla og traust í byggingariðnaði
AF verktakar ehf. var stofnað árið 2022 af feðgunum Fjölni Má og Antoni Daða, sem sameina áratugalanga reynslu og ferska sýn á byggingariðnaðinn. Fjölnir Már hóf störf við húsasmíði árið 1996, lauk sveinsprófi árið 2001 og er í dag húsasmíðameistari, rekstrar- og byggingariðnfræðingur. Sonur hans, Anton Daði, hóf störf með föður sínum árið 2014 og hefur síðan þá byggt upp víðtæka þekkingu og reynslu sem nýtist í daglegum rekstri og verkefnastjórnun félagsins.
Árið 2017 hóf Ísak Máni störf hjá Fjölni og hefur síðan þá öðlast víðtæka reynslu í húsasmíði og tekið þátt í fjölbreyttum og krefjandi verkefnum. Ísak er í dag einn af eigendum félagsins og gegnir lykilhlutverki í daglegum rekstri og framkvæmdum.
Við sérhæfum okkur í:
Uppsteypu mannvirkja – sökklar, veggir, plötur og undirstöður, með yfir 75 ára samanlagðri reynslu starfsmanna
Þakþjónustu – nýsmíði og þakskipti, lekting, klæðning og frágangur með veðurþolnum lausnum
Gluggaskipti og ísetningar – nýir gluggar, opnanleg fög og endurnýjun eldri glugga
Viðhaldsverk og innanhússmíð – vandaður frágangur og lausnir sniðnar að þörfum hvers viðskiptavinar
Við leggjum metnað í að skila vönduðum og endingargóðum lausnum, hvort sem unnið er við nýbyggingar, endurbætur eða viðhald. Starfsfólk okkar er vandvirkt, jákvætt og metnaðarfullt, og við tökum hvert verkefni með ábyrgð og virðingu fyrir faginu.
Stefna og gildi AF verktaka
Hjá AF verktökum er markmið okkar skýrt: að vera traustur og áreiðanlegur verktaki í íslensku samfélagi. Við viljum að fólk hugsi til okkar þegar kemur að húsasmíði – hvort sem um er að ræða nýbyggingar, viðhald, uppsteypu, þakskipti eða aðrar byggingarlausnir.
Við leggjum ríka áherslu á að skila verkefnum vel unnum, á réttum tíma og með faglegum frágangi. Ánægja viðskiptavina er okkur hjartans mál – við viljum að þeir leiti aftur til okkar þegar kemur að framtíðarverkefnum.
Fagmennska og öryggi eru hornsteinar í okkar starfsemi. Okkar starfsfólk er fagmenntað og býr yfir viðeigandi réttindum, hvort sem um ræðir vinnuvélar, steypuvinnu eða sérhæfða húsasmíði. Við vinnum með markvissum hætti, með góðum afköstum og skýru verklagi sem tryggir gæði í hverju skrefi.
Við trúum því að traust byggist á góðum samskiptum, gagnsæi og áreiðanleika – og við leggjum okkur fram við að standa við það sem við lofum.
Teymið
-
Anton D. Fjölnisson
-
Fjölnir Már Geirsson
Gæðastjórnun- og eftirlit
Löggiltur Húsasmíðameistari, rekstrar-og byggingariðnfræðingur.
-
Ísak Máni Ingimundarson
-
Hallgrímur Sveinþór Arason
Verkstjóri / Löggiltur Húsasmiður
-
Skarphéðinn Halldórsson
Löggiltur Húsasmiður
-
Rökkvi Jökull Jónasson
Löggiltur Húsasmiður
-
Karol Krzysztof Lesnieuski
Mótasmiður
-
Alexander Freyr Halldórsson
Húsasmíðanemi