
Verkefni: Nýsmíði á tvískiptu einhallandi þaki
Staðsetning: Hraungata 16, 210 Garðabær
Verktími: Nóvember 2022 - Desember 2022
Við tókum að okkur nýsmíði á tvískiptu einhallandi þaki á húsi við Hraungötu 16 í Garðabæ. Verkið fól í sér uppsetningu á þaksperrum, borðklæðningu, þakpappa, lekta og klæðningu með báruáli og áfellum.
Verkefnið var unnið um miðjan vetur við krefjandi aðstæður, sem gerði tímasetningu og skilvirkni í framkvæmd sérstaklega mikilvæga. Með góðri verkstýringu og skipulagi tókst að ljúka verkinu innan tilskilins tíma, með áherslu á vandaðan frágang og endingargóðar lausnir.