
Verkefni: Uppsteypa og járnbending á einbýlishúsi
Staðsetning: Laxatunga 125, 270 Mosfellsbær
Verktími: Ágúst 2022 - Janúar 2023
Við unnum að uppsteypu og járnbindingu á 250 m² einbýlishúsi við Laxatungu 125 í Mosfellsbæ. Verkefnið fól í sér alla helstu steypuvinnu og bendistálsvinnu við grunn, veggi og plötur hússins. Framkvæmdir voru unnar með áherslu á nákvæmni, öryggi og vandaðan frágang, í nánu samstarfi við hönnuði og verkkaupa.