Verkefni: Uppsteypa og járnbending á þriggja hæða einbýlishúsi
Staðsetning: Glitberg 5a, 220 Hafnarfjörður.
Verktími: Febrúar 2023 - Janúar 2024

Við unnum að uppsteypu og járnbindingu á flóknu, stölluðu einbýlishúsi á þremur hæðum við Glitberg 5a í Hafnarfirði. Húsið einkennist af stórum gluggaflötum og krefjandi formi sem kallaði á nákvæma verkáætlun og vandaða framkvæmd.

Verkið fól í sér 182 m² af sökklum, 1.250 m² af veggjum, 122 m³ af steinsteypu og 20.000 kg af bendistáli. Framkvæmdir voru unnar með áherslu á gæði, öryggi og náið samstarf við hönnuði og verkkaupa til að tryggja að útkoman stæðist bæði tæknilegar kröfur og fagurfræðilegar væntingar.

Previous
Previous

Vesturgata 111b, Akranes.

Next
Next

Sandholt 42, Ólafsvík