Verkefni: Þakskipti á einbýlishúsinu “Grund”
Staðsetning: Vesturgata 111b, Akranes.
Verktími: Júlí 2024

Við önnuðumst þakskipti á einbýlishúsinu „Grund“ við Vesturgötu 111b á Akranesi. Húsið, sem var reist árið 1902, er eitt af elstu húsum bæjarins og hefur sérstakt sögulegt gildi. Upphaflega stóð það við Vesturgötu 41 en var síðar flutt á núverandi stað.

Við framkvæmdir var lögð áhersla á að viðhalda upprunalegu yfirbragði hússins, samhliða því að tryggja nútímalega og endingargóða lausn í þakgerð. Verkið var unnið af nákvæmni og virðingu fyrir sögu hússins, með vönduðum efnisvali og faglegum vinnubrögðum.

Kristófer Már Gíslason og Halldóra Þórdís Skúladóttir, verkkaupar.

"AF verktakar sáu um þakskipti fyrir okkur og fá hæstu meðmæli, framúrskarandi vinnubrögð og góð samskipti. Tilboð sem þeir gáfu stóðst algjörlega og voru þeir fljótir að bregðast við breytingum. Umgengni og útkoma gæti ekki hafa verið betri. "

Previous
Previous

Víkingastræti 1, 220 Hafnarfjörður.

Next
Next

Glitberg 5a, 220 Hafnarfjörður