
Verkefni: Þakskipti á einbýlishúsinu “Grund”
Staðsetning: Vesturgata 111b, Akranes.
Verktími: Júlí 2024
Við önnuðumst þakskipti á einbýlishúsinu „Grund“ við Vesturgötu 111b á Akranesi. Húsið, sem var reist árið 1902, er eitt af elstu húsum bæjarins og hefur sérstakt sögulegt gildi. Upphaflega stóð það við Vesturgötu 41 en var síðar flutt á núverandi stað.
Við framkvæmdir var lögð áhersla á að viðhalda upprunalegu yfirbragði hússins, samhliða því að tryggja nútímalega og endingargóða lausn í þakgerð. Verkið var unnið af nákvæmni og virðingu fyrir sögu hússins, með vönduðum efnisvali og faglegum vinnubrögðum.
Kristófer Már Gíslason og Halldóra Þórdís Skúladóttir, verkkaupar.