Verkefni: Smíði verslunarrýmis
Staðsetning: Álfhella 12, 221 Hafnarfjörður
Verkkaupi: Ferro Zink hf.
Verktími: Janúar 2025

Við tókum að okkur smíði á sérsniðnu verslunarrými fyrir Ferro Zink hf. í Hafnarfirði. Verkefnið fól í sér uppsetningu á timburgrindum og loftum, einangrun og vindþéttingu, ásamt innanhúsklæðningu. Einnig sáum við um ísetningu glugga og brunahurða í samræmi við strangar öryggiskröfur og byggingareglugerðir.

Við leggjum ríka áherslu á fagmennsku, nákvæm vinnubrögð og traust samskipti við verkkaupa. Verkefnið var unnið af vandvirkni og af mikilli alúð, með það að markmiði að skila vönduðu og endingargóðu rými sem stenst bæði kröfur og væntingar.

Previous
Previous

Gullhella 1, 221 Hafnarfjörður

Next
Next

Langholtsvegur 31, 104 Reykjavík