
Verkefni: Nýsmíði risþaks og ísetning glugga- og hurða
Staðsetning: Langholtsvegur 31, 104 Reykjavík
Verktími: Janúar 2025 - Mars 2025
Við tókum að okkur nýsmíði á risþaki við Langholtsveg 31, þar sem einnig var unnið að ísetningu nýrra glugga og hurða. Verkefnið fól í sér nákvæma smíði og frágang á þakvirki, með áherslu á veðurþol, einangrun og fagleg vinnubrögð.
Verkið var unnið á vetrartíma og því lögð sérstök áhersla á skipulag, öryggi og vandaðan frágang við krefjandi aðstæður. Með góðu samstarfi við verkkaupa og eftirlitsaðila tókst að ljúka verkinu innan áætlaðs tíma og með hámarks gæðum.



























