Verkefni: Nýsmíði risþaks og ísetning glugga- og hurða
Staðsetning: Langholtsvegur 31, 104 Reykjavík
Verktími: Janúar 2025 - Mars 2025

Við tókum að okkur nýsmíði á risþaki við Langholtsveg 31, þar sem einnig var unnið að ísetningu nýrra glugga og hurða. Verkefnið fól í sér nákvæma smíði og frágang á þakvirki, með áherslu á veðurþol, einangrun og fagleg vinnubrögð.

Verkið var unnið á vetrartíma og því lögð sérstök áhersla á skipulag, öryggi og vandaðan frágang við krefjandi aðstæður. Með góðu samstarfi við verkkaupa og eftirlitsaðila tókst að ljúka verkinu innan áætlaðs tíma og með hámarks gæðum.

Previous
Previous

Álfhella 12, 221 Hafnarfjörður

Next
Next

Víkingastræti 1, 220 Hafnarfjörður.