
Uppsteypa skrifstofuhúss - Gullhella 1
Verkefni: Uppsteytpa skrifstofuhúss
Staðsetning: Gullhella 1, 221 Hafnarfjörður
Verktími: Janúar 2025 - Ágúst 2025
Stærð hússnæðis: 1.435 m²
Yfirverktaki: VHE ehf.
Verkkaupi: Colas Ísland ehf.
Við tókum þátt í uppsteypu á nýju skrifstofuhússnæði að Gullhellu 1, þar sem um er að ræða 1.435 m² byggingu. Verkið fól í sér 512 m³ af steinsteypu, 715 m² af sökklum og undirstöðum, auk 5.250 m² af veggjum.
Verkefnið var unnið í samstarfi við yfirverktaka VHE ehf. og verkkaupa Colas Ísland ehf., með áherslu á gæði, öryggi og skilvirka framvindu. Allar framkvæmdir fóru fram samkvæmt ströngum verklýsingum og verkáætlun, með áherslu á fagleg vinnubrögð og nákvæmni í öllum verkþáttum.












































